Vestmannaeyjabær hefur uppfært vinnureglur við úthlutun byggingarlóða. Reglurnar hafa m.a. ný ákvæði um umsóknir, forgang umsækjenda og framkvæmdatíma. Reglurnar má skoða hér.

Í stuttu máli:
• Nýjar lóðir eru auglýstar sérstaklega (1. auglýsing) með að lágmarki 2ja vikna umsóknarfresti og fer úthlutunin fram skv. vinnureglum.
• Ef lóð er ekki úthlutað eftir 1. auglýsingu eða úthlutun hefur gengið til baka af einhverri ástæðu, skal metið út frá fjölda umsókna eftir 1. auglýsingu hvort auglýsa skuli lóðina á nýjan leik eða skrá lóð lausa til umsóknar og taka til afgreiðslu fyrstu gildu umsókn sem berst eftir þann tíma.

Sumaropnun sundlaugar 2022