Sumarfjörið með tilheyrandi leikjum, fjöri og sprelli verður í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Vesgmannaeyjabæjar en skráning fer fram í maí. Það skiptist í þrjú tveggja vikna tímabil og hefst fyrsta tímabilið um leið og skóla lýkur. Foreldrar geta valið tíma fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn.

Líkt og áður verður Sumarfjörið fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.

Dagskrá verður birt í maí og þá mun skráning fara fram.