Fella niður ferð vegna starfsmannafundar

“Vegna starfsmannafundar komum við til með að þurfa að fella niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn.” Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í dag. Þar kemur einnig fram að þeir farþegar sem eiga bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að […]

Nóg um að vera á sumardaginn fyrsta

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 útnefndur Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2022 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Krakkar úr 8. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum sem tóku þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Hellu í […]

Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fór af stað í gær. Fyrsti leikur ÍBV í deildinni er í dag þegar strákarnir mæta Val á Hlíðarenda klukkan 18:00. Í árlegri spá forráðamanna efstu deildar karla var birt á dögunum var Valsmönnum spáð 3. sæti í deildinni en ÍBV því tíunda. (meira…)

Vilja byggja bílaþvottastöð við Faxastíg

Ósk um afstöðu til breytingar á deiliskipulagi var tekin fyrir á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs. Oddur Víðisson fyrir hönd Skeljungs hf. óskar eftir afstöðu ráðsins vegna byggingar bílaþvottastöðvar við Faxastíg 36. Ráðið tók jákvætt í erindið og fól starfsmönnum sviðsins framgang málsins. Ekki hefur verið starfrækt bílaþvottastöð í Vestmannaeyjum síðan Olís rak slíka stöð […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.