“Vegna starfsmannafundar komum við til með að þurfa að fella niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn.” Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í dag. Þar kemur einnig fram að þeir farþegar sem eiga bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. Auk þess sem beðist er afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Tvísýnt í fyrramálið
Fyrr í dag sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem bent er á að í fyrramálið er spáð töluverðum vindi og ölduhæð. Þess vegna eru farþega sem eiga bókað í fyrstu ferð í fyrramálið beðnir að fylgjast vel með miðlum Herjólfs ef gera þarf breytingu á áætlun.
Bæði vindur og alda á þó að ganga hratt niður skv. spá þegar líða tekur á morguninn.