Ein­staka lundi er far­inn að sjást í Vest­manna­eyj­um en að sögn Erps Snæs Han­sen, for­stöðumanns Nátt­úru­stofu Suður­lands í Vest­manna­eyj­um, er þó ekki enn hægt að tala um að lund­inn hafi sest upp í Eyj­um. Fjallað er um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

„Hann er ekki far­inn að sýna sig í neinu magni ennþá. Þegar talað er um að hann setj­ist upp þá kem­ur öll heila hers­ing­in og sest upp, það er hinn eig­in­legi lunda­dag­ur.“

Erp­ur seg­ir að sam­kvæmt venju sé hann sest­ur upp um 15. apríl og því sé lund­inn held­ur seinn í því en þeir hljóti þó að koma á næstu dög­um.

Vestmannaeyjabær – Goslok

Ein­kenni­leg staða í Eld­ey

Innt­ur eft­ir því hvort hann hafi áhyggj­ur af því að fuglaflens­an, sem finnst nú á land­inu, muni herja á lund­ann seg­ir Erp­ur menn vissu­lega hafa áhyggj­ur af því.

Hætt er við að tölu­vert sé um fuglaflensu­smit í villt­um fugl­um um þess­ar mund­ir, en hann nefn­ir að meðal ann­ars hafi fund­ist súla í Eld­ey með smit.

„Það er eitt­hvað ein­kenni­legt í gangi í Eld­ey. Fugl­um hef­ur fækkað tölu­vert mikið frá því í lok mars,“ seg­ir Erp­ur og bæt­ir við að það sé mjög óvana­legt. Dauðir fugl­ar séu í for­grunni í mynda­vél­um í eyj­unni.

Hann seg­ir að því geti verið að fugl­arn­ir hafi farið af eyj­unni til þess að forða sér frá veirunni. Þá seg­ir Erp­ur að einnig gætu aðrir sjúk­dóm­ar hrjáð súl­una eða þör­unga­eitran­ir valdið usla.

„Sam­skipt­in eru tölu­verð á þess­um fugl­um og Eld­ey er ekki langt frá Vest­mann­eyj­um,“ seg­ir hann en tíu þúsund súlupör eru í Vest­manna­eyj­um í fjór­um súlu­byggðum. „Þetta verp­ir allt hvað inn­an um annað, þannig að ef þetta er mjög smit­andi þá er ekki ólík­legt að þetta geti dreifst,“ seg­ir Erp­ur og bæt­ir við að um ein og hálf millj­ón lunda komi til Eyja á hverju ári. Því geti af­leiðing­arn­ar orðið allsvaðal­eg­ar ef veir­an er svæs­in.

Sumaropnun sundlaugar 2022