Skip­stjóri Herjólfs, sem var upp­vís að því fyrr á ár­inu að sigla án at­vinnu­rétt­inda, og Herjólf­ur ohf. hafa kom­ist að sam­komu­lagi um starfs­lok. Þetta staðfest­ir Hörður Orri Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs í samtali við mbl.is.

Skip­stjór­inn og Herjólf­ur ohf. komust aft­ur á móti að sam­komu­lagi um starfs­lok sem voru til­kynnt starfs­mönn­um á fundi. Spurður að því hvers vegna til starfs­loka hafi komið núna en ekki um leið og málið komst í ljós sagðist Hörður í samtali við mbl.is, ekki vilja tjá sig um það en sagði þó að um væri að ræða erfitt mál.  

Að sögn Harðar hef­ur fé­lagið skerpt á verklags­regl­um sem voru þegar til staðar en hafi ekki reynst nægi­lega góðar. Reikn­ar Hörður með því að þetta end­ur­taki sig ekki aft­ur.