Á morgun laugardaginn, 23. apríl verður áhugaverð dagskrá í boði í Sagnheimum sem hefst kl 11:00 og lýkur á Sjóminjasafni Þórðar Rafns með viðkomu í anddyri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Um er að ræða málþing á vegum Vitafélagsins – íslenskrar strandmenningar í samstarfi við heimamenn og menningar- og viðskiptaráðuneytið.

Dagskrá:
Kl. 11:00                      Setning og fundarstjórn Sigurhanna Friðþórsdóttir, safnstjóri Sagnheima,                                                 byggðasafns

11:05 – 11:25               Menningararfleifð og miðlun hennar til komandi kynslóða. Tryggvi Hjaltason, starfsmaður CCP

11:25 – 11:45               Lifandi hefðir – súðbyrðingurinn á heimsminjaskrá UNESCO. Rúnar                                                      Leifsson, sérfræðingur hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu

11:45 – 12:15               Boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Tónlistaratriði í boði Safnahúss

12:15 – 12:35               Að sigla sinn sjó – Einar Jóhann Lárusson, nemi í bátasmíði

12:35 – 12:55               Auður samstarfs – Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins -íslenskrar                                          strandmenningar

12:55 – 13:00               Lokaorð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

13:00 – 13:15               Almennar fyrirspurnir

Að loknu málþingi verður boðið upp á heimsókn í Þekkingarsetur Vestmannaeyja og á Sjóminjasafn Þórðar Rafns þar sem haldin verður stutt kynning á þeim súðbyrðingum sem þar er að finna. Áætlað er að fara á einkabílum og verður séð um að ferja þá sem þess þurfa með.

Kaffi og konfekt á Sjóminjasafninu.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!