Vestmannaeyingar eru ríkir af félagasamtökum og hópum sem láta sig samfélag sitt varða. Slíkir hópar hafa áður tekið virkan þátt í Stóra plokkdeginum með því að taka að sér ákveðin svæði sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Umhverfis- og framkvæmdasvið hefur undanfarna viku sett sig í samband við forsvarsmenn viðkomandi félagasamtaka og hópa. Eru félagsmenn hvattir til að hittast og hreinsa viðkomandi svæði annaðhvort á sunnudaginn eða á öðrum tíma sem hentar hópnum.

Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.

Ef fleiri hópar eða félög hafa áhuga á að taka þátt og fá úthlutað svæði er þeim velkomið að hafa samband við [email protected].

Við vonumst til að sjá sem flesta á sunnudaginn!
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar