Áskorun um friðun Stórhöfða var til umræðu í bæjarráði í dymbilvikunni. Í erindi dagsett 6. apríl sl., skora Ferðamálasamtök Vestmannaeyja á bæjarráð að friða Stórhöfða eða banna alfarið lundaveiðar í höfðanum.

Í áskorun samtakanna segir meðal annars “Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega umhverfi enda búið að byggja þar lundaskoðunarhús sem almenningur hefur aðgang að. Í Stórhöfða er fylgst með varpi, við sjáum lundapysjurnar vaxa og þar eru einnig gerðar mælingar og rannsóknir sem tengjast lundanum. Við erum að markaðssetja Vestmannaeyjar sem áfángastað sem er með stærstu lundabyggð í heimi í þeim tilgangi að laða að ferðamenn. Það er hreinlega úr takt að beina fólki þangað í þessum tilgangi þegar á sama tíma eru veiðimenn að veiða fuglinn og snúa hann úr neðar í brekkunni.”

Í niðurstöðu um málið kemur fram að bæjarráð mun óska eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum um lundaveiðar í Stórhöfða.

Sjómanna kveðjur
Sjómanna kveðjur