Lagðar voru fyrir bæjarráð í liðinni viku tvær fundargerði stjórnar Eyglóar ehf., sem annast ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Annars vegar fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 3. mars sl. og hins vegar fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 6. apríl sl.

Bæjarráð lýsir í niðurstöðu um málið ánægju með þá ákvörðun að tenging við ljósleiðara verði íbúum Vestmannaeyja að kostnaðarlausu þegar framkvæmdir eiga sér stað í hverfum bæjarins. Lagning ljósleiðara í Vestmannaeyjum er löngu tímabær framkvæmd og ánægjulegt að verkefnið hafi farið af stað á kjörtímabilinu.

Eygló 1.fundur 03.03.2022.pdf
Eygló 2.fundur 06.04.2022r.pdf