Vestmannaeyjabær auglýsti í mars í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði en umsóknarfrestur rann út fyrr í þessum mánuði. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs staðfesti í samtali við Eyjafréttir að fjórar umsóknir hefðu borist. En það voru þær:

  • Sigríður Diljá Magnúsdóttir  – Leikskólakennari/deildarstjóri
  • Anna Jóna Guðmundsdóttir – Leikskólastjóri
  • Ásta Björk Guðnadóttir – Aðstoðarleikskólastjóri
  • Eyja Bryngeirsdóttir – Leikskólastjóri

Að sögn Jóns er Hagvangur að vinna úr umsóknum. Búið er að taka alla umsækjendur í viðtal og mun niðurstaða liggja fyrir á næstu dögum.

 

Ritstj