Guðni Hjörleifsson

Enn heyrast sögur af uppsögnum á Herjólfi og misklíð á milli manna.

Nú síðast var mjög hæfum skipstjóra/stýrimanni sagt upp störfum. Ég vona að sá ágæti drengur snúi til baka en mér er ekki kunnugt um ástæðuna fyrir uppsögninni en margar sögur eru í gangi um samstarfsörðugleika yfirmanna í brúnni og blandast venslafólk þeirra inn í spjallið

Allt er þetta er hundleiðinlegt og mál að linni.
Við höfum misst allt of mikið af góðu fólki af Herjólfi ýmist vegna ágreinings við stjórn Herjólfs eða innbyrðis ágreinings.

Hvar endar þetta eiginlega, er skipið kannski að fara að fella niður ferðir vegna manneklu? Stjórn Herjólfs hefur því miður ekki staðið undir væntingum eins og hún er skipuð hæfileikaríku og góðu fólki. Þá finnst mér bæjarstjórnin klikka all illilega í þessu vegna aðgerðarleysis.

Er ekki kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum og laga þessi mál því við getum ekki boðið því fólki sem enn starfar hjá Herjólfi þetta áfram né heldur Eyjamönnum því nú þarf að rífa upp stemmninguna fyrir sumarið. Það eru að koma kosningar og valkvíðinn eykst þegar maður sér aðgerðarleysið í þessu öllu.

Guðni Hjörleifsson
Höfundur er áhyggjufullur.