Opinn framboðsfundur í Eldheimum í Beinni

Í kvöld fer fram opinn framboðsfundur í Eldheimum. Húsið opnar kl 20:00 og verða léttar veitingar í boði. Fundurinn hefst klukkan 20:15 en einnig verður fundinum streymt, hlekkur verður settur hér inn seinna í dag.

Fulltrúar framboðanna þriggja sem mæta til að kynna framboðin og svara spurningum fundargesta eru:

  • Eyjalistinn – Njáll Ragnarsson og Helga Jóhanna Harðardóttir.
  • Fyrir Heimaey – Íris Róbertsdóttir og Páll Magnússon.
  • Sjálfstæðisflokkinn – Eyþór Harðarsson og Rut Haraldsdóttir.

Dagskrá

  1. Einn frambjóðandi frá hverjum lista fær um 5 mín. til að kynna framboðið fyrir fundargestum (alls 15 mín.).
  2. Frambjóðendum gefst færi á að spyrja önnur framboð 2-3 spurningar (um 15 mín.).
  3. Fundargestum gefst færi að spyrja frambjóðendur hnitmiðaðra og málefnalegra spurninga (um 60 mín.)
  4. Einn frambjóðandi frá hverjum lista fær 3 mín. í formi lokaorða (um 10 mín.).

Bæjarbúum er einnig boðið að senda spurningar fyrirfram á netfangið eyjar2022@gmail.com  Fundarstjóri mun koma þeim spurningum á framfæri við frambjóðendur á fundinum.

Höldum umræðum málefnalegum, hnitmiðuðum og kurteisum.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka þátt í þessum eina opna framboðsfundi í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022.

Ritstj