ÍBV fær sóknarmann frá Brentford FC

Photo: Mark Fuller/obfcpics.co.uk

Hollenski knattspyrnumaðurinn Hans Mpongo er kominn til ÍBV á lánssamningi en Hans er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford FC. Frá þessu er greint í frétt á vef ÍBV

Hans er 19 ára sóknarmaður og kemur til með að styrkja sóknarlínu liðsins í komandi átökum í Bestu Deildinni. Hann var meðal áhorfenda í gær er ÍBV tók á móti KR á Hásteinsvelli og hefur nú þegar fengið leikheimild með liðinu.

ÍBV sækir FH-inga heim á sunnudaginn og verður gaman að fylgjast með Hans í hans fyrsta leik fyrir félagið.

 

Ritstj

Mest lesið