Meirihlutinn heldur velli samkvæmt fyrstu tölum

Samkvæmt fyrstu tölum frá Vestmannaeyjum eru litlar sviptingar á fylginu síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 709 atkvæði, 44%. Eyjalistinn fékk 338 atkvæði eða 21% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 536 atkvæði, eða 33%. Meirihlutinn heldur samkvæmt þessu og staðan lítt breytt. Talin atkvæði eru 1.609, 16 auðir seðlar og 10 ógildir. (meira…)

Gleðilegan kjördag!

Kæru Vestmannaeyingar, í dag göngum við til kosninga um nýja bæjarstjórn Vestmannaeyja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt sig fram við að há drengilega, jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu þar sem styrkleikar allra frambjóðenda hafa fengið að njóta sín. Við höfum haldið tugi viðburða, fengið hundruðir heimsókna í Ásgarð og notið samtalsins við fjölda vinnustaði, fjölmiðla og íbúa. Saman […]

Af bæjarstjóraumræðu

Það er furðulegt að bæjarstjóraumræðan skuli fá meiri umræðu heldur en stefnuskrá framboðanna hér í Eyjum. Bæjarstjóri er framkvæmdarstjóri bæjarins, sem framkvæmir og fylgir eftir samþykktum, því sem pólitískir stjórnendur bæjarins samþykkja. Hann er ekki með atkvæðisrétt í bæjarstjórn nema að hann sé pólitískt kjörinn. Ef við skoðum söguna: Árið 1986 voru m.a. feður frambjóðenda […]

Að gefnu tilefni

Páll Magnússon oddviti H listans sendir inn grein í gær á alla vefmiðla í Vestmannaeyjum þar sem hann dregur þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn telji að það þurfi að sækja bæjarstjóra upp á land. Hvers vegna að hann telji þetta tilefni til greinaskrifa er mér ráðgáta. Páll vitnar þá í orð mín af framboðsfundinum í Eldheimum. […]

Kjörstaður í Vestmannaeyjum

Kjörstaður í Vestmannaeyjum við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 verður í Barnaskólanum, inngangar eru um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9:00 árdegis og lýkur kl. 22:00 að kveldi sama dags. Bænum verður skipt þannig í tvær kjördeildir: Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 6. apríl […]

Vertu velkomin/n í kosningakaffi, Eurovision partý og kosningavöku Sjálfstæðisflokksins

Kæru Eyjamenn. Takk kærlega fyrir hlýju móttökurnar ykkar, samtöl og samveru undanfarnar vikur. Við viljum endilega eyða deginum með ykkur og bjóðum ykkur þess vegna að kíkja á okkur í dag eða kvöld í Akóges.   Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins 13:00-17:00 í Akóges.   Kosninga- og Eurovisionpartý Sjálfstæðisflokksins Byrjar með Eurovision partý klukkan 19:00 og svo formleg […]

Heimaey – mín Hjartans heimahöfn

Gleðilegan kjördag! Vestmannaeyjar eru einstakur staður og það hafa verið forréttindi að vera treyst fyrir því, fyrst kvenna, að leiða þetta samfélag síðustu fjögur ár. Þessi ár hafa verið lærdómsrík, skemmtileg, krefjandi, þroskandi og gefandi. Það skiptir máli hvernig við komum fram fyrir hönd Vestmannaeyja og hvaða hug við berum til Eyjanna. Ég hef verið […]

Fyrir Heimaey býður þér:

Í kosningakaffi á Einsa Kalda í dag, laugardag frá klukkan 13:30 – 16:00. Allir velkomnir að kíkja á okkur og gæða sér á heimsklassa kræsingum.   Í kosningapartý í Kiwanis í kvöld, húsið opnar klukkan 21:00. Léttar veitingar, óvænt uppákoma og skemmtun í hæsta gæðaflokki. Allir velkomnir.   Skutl á kjörstað Við komum þér á […]

Þarf bæjarstjórinn að „koma til Eyja”?

  Nú er um það bil að ljúka frekar kyrrlátri og kurteislegri kosningabaráttu hér í Eyjum – a.m.k. af hálfu frambjóðendanna sjálfra. Við skulum vona að það haldist allt til enda. Það er miklu uppbyggilegra og skemmtilegra að ræða um ögranir og úrlausnarefni okkar Eyjamanna á málefnalegan hátt – en með persónulegu skítkasti. Það er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.