Páll Magnússon oddviti H listans sendir inn grein í gær á alla vefmiðla í Vestmannaeyjum þar sem hann dregur þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn telji að það þurfi að sækja bæjarstjóra upp á land. Hvers vegna að hann telji þetta tilefni til greinaskrifa er mér ráðgáta.

Páll vitnar þá í orð mín af framboðsfundinum í Eldheimum. Nú skal ég fyrstur viðurkenna að það hvernig ég orðaði þetta á þessum fundi hefði getað valdið misskilning. Páll nefnir hinsvegar ekki að mikilvægasti punkturinn í mínu svari snerist um að við tefldum fram 18 manna frábærum framboðslista sem mun bera mestu ábyrgðina á rekstri bæjarins næsta kjörtímabil. Að sjálfsögðu munum við meta einstakling í starf bæjarstjóra út frá hæfileikum í starfið og mun þar vega þungt að sá einstaklingur hafi hjarta fyrir hagsmunamálum okkar Eyjamanna.

Eyþór Harðarson, 1. Sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum

Safnahús KRÓ