Samkvæmt fyrstu tölum frá Vestmannaeyjum eru litlar sviptingar á fylginu síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 709 atkvæði, 44%. Eyjalistinn fékk 338 atkvæði eða 21% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 536 atkvæði, eða 33%. Meirihlutinn heldur samkvæmt þessu og staðan lítt breytt.

Talin atkvæði eru 1.609, 16 auðir seðlar og 10 ógildir.