Nýlega var auglýst eftir forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Starfið felur í sér stjórnun og rekstur íþróttahúss, sundlaugar og annarra íþróttamannvirkja s.s. Týsheimilis og knattspyrnuhúss. Hagvangur hefur umsjón með ráðningunni en hafin er vinna við yfirferð umsóknanna. Tólf sóttu um og eru það eftirfarandi einstaklingar:

Anton Örn Björnsson Forstöðumaður

Hafþór Jónsson Sundlaugavörður

Hákon Helgi Bjarnason Verslunarstjóri

Hermann Hreinsson Verkefnastjóri og þjálfari

Kári Hrafn Hrafnkelsson Verkstjóri

Óskar Jósúason Aðstoðarskólastjóri GRV – HS

Sigríður Þóra Ingadóttir Rekstrarstjóri verslunar og mannauðsfulltrúi

Sigurður Ingason Sérfræðingur

Sindri Ólafsson Ritstjóri og blaðamaður

Styrmir Jóhannsson Framkvæmdarstjóri

Sveinn José Rivera Starfsmaður í byggingariðnaði

Vilmar Þór Bjarnason Framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV