Allir af nöglunum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú hafist handa við að sekta þá sem aka enn um á nagladekkjum. Tími nagladekkja er nú löngu liðinn en samkvæmt reglum er óheimilt að aka á slíkjum dekkjum frá 15. apríl til 31. október. (meira…)
Tilkynning frá íþróttamiðstöðinni

Á meðfylgjandi mynd má sjá opnunartíma næstu daga. Leiklaugin verður tæmd í dag og seglagerðin mætir í fyrramálið að skipta um dúk. Tekur 5-7 daga þar til að allt verður klárt. (meira…)
Stórkostlegur sigur hjá stelpunum

Boðið var upp á frábæran fótboltaleik á Hásteinsvelli í gær. Eyjastúlkur sigruðu þar Þór Ka með fimm mörkum gegn fjórum eftir að hafa lent 0-3 undir. ÍBV var sterkara liðið í leiknum og með sigrinum komust þær upp í fjórða sæti deildarinnar, amk. um stundarsakir. Mörk ÍBV skoruðu Kristín Erna Sigurlásdóttir, Hanna Kallmeier, Olga Sevcova, […]
Miðbæjarboginn

Miðbæjarfélagið, í samstarfi við Eyjablikk, Vestmannaeyjabæ og fleiri, áætla að reisa boga sem nokkurs konar inngang inn í miðbæinn okkar. Boginn verður staðsettur á horni Bárustígs og Strandvegs, nánar tiltekið við Eymundsson öðru megin og við Kránna hins vegar. Hugmyndir miðbæjarfélagsins miða m.a að því að hægt verði að skreyta bogann við hin ýmsu tilefni, […]