Miðbæjarfélagið, í samstarfi við Eyjablikk, Vestmannaeyjabæ og fleiri, áætla að reisa boga sem nokkurs konar inngang inn í miðbæinn okkar. Boginn verður staðsettur á horni Bárustígs og Strandvegs, nánar tiltekið við Eymundsson öðru megin og við Kránna hins vegar.

Hugmyndir miðbæjarfélagsins miða m.a að því að hægt verði að skreyta bogann við hin ýmsu tilefni, t.d á jólum og goslokahátíð.