Samkvæmt heimildum Eyjafrétta siglir gamli Herjólfur til Færeyja á sunnudaginn. Ekki náðist í Halldór Jörgensson hjá Vegagerðinni til að fá þetta staðfest að fullu en búið er að ráða áhöfn til að sigla skipinu út.

Ekki fengust upplýsingar um hvað hann verður lengi í Færeyjum og hvar hann kemur til með að sigla. Gert er ráð fyrir að hann komi til baka seinna á árinu og verði til taks þegar Herjólfur nýji fer í slipp.