Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél Mýflugs, sem annast sjúkraflutninga, gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík.
Þetta kemur fram á vefnum visir.is

Oftast er það nú á hinn veginn farið, að það sé þoka í Vestmannaeyjum, en í kvöld var því öfugt farið, er haft eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar á vef Vísis.

Þetta er áttunda þyrluútkallið til Vestmannaeyja það sem af er ári, en síðasta þyrluútkall var fyrir hádegi síðastliðinn laugardag. Þar hafði erlendur ferðamaður hrasað á göngu norðan í Dalfjallinu, en skv. heimildum Eyjafrétta, fór þar betur en á horfðist í fyrstu.

Skv. frétt Vísis, þá eru aðeins um tvær vikur síðan þyrlan lenti á bílastæðinu á hamrinum vegna slæmra veðurskilyrða á flugvellinum.