Villi á Burstafelli heldur sína 10. einkasýningu í Einarsstofu alla sjómannahelgina og er frítt inn.

Villi segir frá: Viðfangsefni sýningarinnar er húsin í bænum og aðallega þau sem fóru undir hraun. Það er mikil saga á bakvið hvert hús; miklar tilfinningar; sorg og gleði í bland við allt annað. Ég tel nauðsynlegt að viðhalda minningum um þau og þetta er mín leið til þess.

Um 140 myndir eru á sýningunni og því nóg að sjá. „Ég vona að það gleðji einhverja að sjá þær, og ég vona að ég sjái sem flesta hjá mér um helgina,“ segir Villi að lokum. 

Alla sjómannahelgina er einnig opið í Sagnheimum, Landlyst og Stafkirkjunni. Á laugardag verður svo opnaður fyrsti áfangi sýningar á munum Sagnheima, náttúrugripasafns í húsnæði Sea Life Trust við Ægisgötu. Þar er opið lau: 10-16 / sun 13-16.