Magni Ásgeirsson og Matthías Matthíasson fóru á kostum í Höllinni í gærkvöldi. Þeir fluttu nokkur vel valin gullaldarrokklög með góðum hljóðfæraleikurum. Tóku þeir lög hljómsveita á borð við Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas og Pink Floyd.

Upphitunarhljómsveit kvöldsins var heldur ekki af verri endanum, en rokkhljómsveitin Molda er skipuð fjórum Eyjamönnum; Alberti Snæ Tórzhamar sem syngur og spilar á gítar, Helga R. Tórzhamar á gítar, Þóri R. Geirssyni á bassa og Birki Ingasyni á trommur. Þeir stofnuðu hljómsveitina árið 2020 og hafa gefið út fjögur lög.

Hér má nálgast lög Molda á Spotify.