Hátíðardagskráin þann 17. júní 2022.

9:00
Fánar dregnir að húni í bænum

11:00 Hraunbúðir
Fjallkonan – Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flytur hátíðarljóð
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja

11:00 Skátamessa í Landakirkju
Séra Viðar Stefánsson þjónar
Skátar segja frá hreyfingunni og upplifun sinni að vera í Skátunum. Skátasöngvar sungnir.

13:30 Íþróttamiðstöð
Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45.
Gengið verður  í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni.
Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika undir.

14:00 Stakkagerðistún
Hildur Rún Róbertsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setur hátíðina.
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar
Hátíðarræða –  Geir Jón Þórisson
Börn af Víkinni, 5 ára deild, syngja nokkur lög
Fjallkonan – Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flytur hátíðarljóð
Tónlistaratriði –   Blítt og létt hópurinn
Ávarp nýstúdents – Svala Guðný Hauksdóttir
Fimleikafélagið Rán – Sumardans undir stjórn Guðrúnar Elfu

Hoppukastalar og fjör ef veður leyfir
Frítt inn á Sagnheima í tilefni dagsins