Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur.

, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“  

Það sést kannski ekki alveg á niðurstöðunni núna og við erum full meðvitaðir um það, hvar við erum staddir í deildinni. En við erum með ungt lið, hér eru nýjir leikmenn stimpla sig inn og spila frábærlega. Sjálfstraustið er smám saman aukast, sem skilar sér í öruggari leikmönnum og samstilltara liði.

„Í raun og veru er tölfræðin okkar í leikjunum sjálfum ekkert svo slæm, það er ekki eins og við séum í nauðvörn. En svo eru það svona nokkur lítil atvik nánast eftir hvern einasta leik, sem hefðu getað fallið í hvora áttina sem er, sem hafa bara ekki verið falla með okkur.“ 

Nú er landsleikjahlé í deildinni og næsti leikur ekki fyrr en 15. júní,  hvernig munuð þið nýta þetta hlé? 
Við munum nýta þetta hlé alveg í botn, það er ennþá fullt af leikjum eftir og við ætlum okkur að snúa þessu við. Það er alveg að fara að gerast, eins og það sé stífla sem eigi eftir að bresta. Því mun fylgja enn meira öryggi og trú. Við erum tilbúnir að leggja allt í sölurnar og ég er viss um að þetta mun jafnast út á endanum. Það er eldhugur í liðinu, mikil stemmning og við komum fjórefldir til baka. En við þurfum að vanda okkur og taka öll atriði alvarlega.“

„Stuðningur úr stúkunni er alltaf góður, orkan og tryllingurinn þaðan skilar sér alveg inn á völlinn.“

Núna þegar handbolta vertíðinni er alveg lokið munu stuðningsmenn ÍBV kannski skila sér betur á völlinn til okkar.“ Segir Hemmi að lokum. 

Ítarlegra viðtal Við Hermann Hreiðarsson er að finna í síðasta blaði Eyjafrétta.
Mynd: Sigfús Gunnar