„Um síðustu mánaðamót fór Bergey VE 144 í slipp í Reykjavík. Þar hefur verið unnið að viðhaldi skipsins auk þess sem það skal málað bæði hátt og lágt. Að auki hefur verið skipt um nafn á skipinu og heitir það nú Bergur VE 44,“ segir á vef Síldarvinnslunnar, svn.is.

„Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur – Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í októbermánuði 2020. Þegar kaupin áttu sér stað var togarinn Bergur VE 44 í eigu Bergs ehf. en hann var síðan seldur til Vísis í Grindavík án aflaheimilda sumarið 2021.

Ákveðið hefur verið að halda áfram starfsemi Bergs ehf. og hefur Bergey verið seld félaginu og nafni skipsins breytt í Bergur VE. Skip Bergs ehf. hefur alla tíð borið nafnið Bergur VE 44,“ segir einnig.

Vestmannaeyjabær – Goslok

Nú hefur Bergey VE 144 fengið nafnið Bergur VE 44.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

16/6/2022 | Fréttir

 

Sumaropnun sundlaugar 2022