ÍBV konur töpuðu 4-0 á móti Stjörnunni í leik í Garðabænum í dag. Ekki er svo langt síðan þessi tvö lið mættust í bikarleik, þar sem Stjarnan fór einnig með sigur af hólmi 1-4 á Hásteinsvelli.

ÍBV liðið situr nú í 4. sæti Bestu deildar kvenna með 17 stig, 8 stigum á eftir toppliðinu; Val.

Nú tekur við nokkuð langt hlé í deildinni vegna EM móts kvenna sem hefst í júlí í Englandi.

Vestmannaeyjar eiga tvo flotta fulltrúa í landsliðinu. En þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru báðar í liðinu sem fer út á mótið.