Á fundi fræðsluráðs 15. júní sl. voru kynntar niðurstöður í lestrarprófi í fyrsta bekk sem sýnir að verkefnið, Kveikjum neistann skilar árangri strax á fyrsta ári.

Í minnisblaði fræðslufulltrúa segir: – Nú þegar fyrsta skólaárinu í þróunarverkefninu Kveikjum neistann er að ljúka liggja fyrir fyrstu niðurstöður í lestri. Niðurstöður sýna að allir nemendur sem voru að ljúka 1. bekk í GRV geta lesið orð, eða eins og kallað er að geta brotið lestrarkóðann, tengja saman hljóð og þannig myndað orð. Þá geta 96% nemenda lesið setningar og 88% nemenda lesið samfelldan texta.

Notast var við stöðumatspróf í lestri sem þýtt var frá Noregi en prófið var notað þrisvar sinnum yfir skólaárið, í september, janúar og maí.

Vestmannaeyjabær – Goslok

Helga Sigrún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu og aðstoðarmaður rannsókna hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar, kynnti niðurstöðurnar.

Sumaropnun sundlaugar 2022