Aðsend grein frá Kára Kristjáni Kristjánssyni, handboltahetju Vestmannaeyja.

Núna þegar sárasti sviðinn er yfirstaðinn fannst mér ég ekki geta annað en skrifað nokkur orð í þakklætisskyni fyrir stuðninginn sem þið, frábæra stuðingsfólk sýnduð okkur á yfirstöðnum vetri og þá sérstaklega þegar komið var í úrslitakeppnina.

Til að gera langa sögu stutta enduðum við í 3. sæti í deildinni og duttum út í átta liða úrslitum í bikarkeppninni. Á þessari vegferð fundum við alltaf fyrir miklum áhuga í bænum. Þegar vel gekk fengum við hrós og þegar illa gekk fengum við, við skulum segja „uppbyggilega gagnrýni“ en hún er alveg jafn mikilvæg og hrósið.

Greinina í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út 22. júní