Fyrstu skipin eru byrjuð að leita að makríl og eru skip Vinnslustöðvarinnar, Huginn VE og Ísleifur VE suður af Eyjum. Austar eru Hornafjarðarskipin, Jóna Edvalds og Ásgrímur Halldórsson. „Ísleifur hífði í nótt og fékk nokkur tonn sem var talsvert blandað við síld. Líklegast leita þeir vestar núna í dag,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar fyrr í dag.

Útgerðarmenn eru þokkalega bjartsýnir á makrílvertíðina en minna hefur veiðst við Suðurströndina og Vestmannaeyjar síðustu ár. Það gæti þó breyst með hagstæðum skilyrðum í vor. Mest er veitt í júlí og ágúst og jafnvel fram í september.

Sumaropnun sundlaugar 2022