Morgunblaðið – Flestar koma þær frá ÍBV

„Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2022, notuðu 205 leikmenn í fyrstu tíu umferðum Íslandsmótsins. Þar af fengu 170 leikmenn að spila einn eða fleiri leiki í byrjunarliði en 35 komu við sögu sem varamenn í einum eða fleiri leikjum,“ segir í skemmtilegri samantekt Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns í Morgunblaðinu í dag. […]
Tilkynning – Hrossasauðir með útgáfutónleika
Við Hrossasauðir ætlum að koma fram í fyrsta sinn fyrir framan ykkur á Skipasandi í Vestmanneyjum á morgun, 25. júní klukkan 22:00. Ef að þú hefur ekkert að gera nema að liggja heima á rassgatinu þá mætirðu fyrir frítt! Höfum gaman og það má mæta með drykki og svoleiðis! (meira…)
Popúlismi eða lýðræðisást

Aðsend grein frá Grími Gíslasyni. Á síðasta kjörtímabili ákvað meirihluti H- og E-lista í bæjarstjórn að fjölga bæjarfulltrúum úr sjö í níu og átti þessi fjölgun sér stað í nýliðnum bæjarstjórnarkosningum. Minnihlutinn gagnrýndi þessa ákvörðun og taldi hana óþarfa auk þess sem hún leiddi til kostnaðarauka fyrir bæjarfélagið. Meirihlutinn þóttist fara í þessa fjölgun í […]
Þreytir Eyjasund í lok júlí

Sigurgeir Svanbergsson stefnir á Eyjasund í lok júli, þegar hann syndir frá Vestmannaeyjum upp í Landeyjasand. Undirbúningur er nú í fullum gangi. Eyjasundið er til styrktar Barnaheillum en allt safnað fé mun renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar. Sigurgeir er enginn nýgræðingur þegar kemur […]
Hvergi rís fótbolti hærra en á Orkumóti í Eyjum

Peyjarnir hófu leik á Orkumótinu 2022 stundvíslega kl. 08:20 í gærmorgun og var veðrið í gær ágætt, skýjað en einstaka rigingarskúr. En það lék við leikmenn, þjálfara, foreldra og aðra gesti í skrúðgöngunni og á setningarhátíðinni. Dagurinn í dag heilsaði bjartur og fagur og líkur á góðu veðri um helgina. Orkumótinu lýkur á morgun með […]
Nýtt rokklag Molda kemur út í dag

Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja. Þeir leita í smiðju Sigurmundar Gísla Einarssonar og Ólafs Týrs Guðjónssonar með textagerð. Æskulýðsfulltrúinn og ljúfmennið Gísli Stefánsson sér um alla hljóðblöndun og upptökur. Nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning og kemur lagið á Spotify í dag, 24. júní. Það er […]