„Ég byrjaði að kenna 1969 og í gosinu kenndi ég í Hveragerði. Var ekki bjartsýn á frekara skólahald í Vestmannaeyjum og fór í nám í sérkennslu. Allt fór svo vel hjá okkur en segja má Heimaeyjargosið hafi  orðið til þess að ég fór í nám um sérkennslu sem varð minn starfsvettvangur upp frá því.“ 

Margrét Ólöf Magnúsdóttir, sérkennari í Vestmannaeyjum sem var ein fjórtán Íslendinga sem sæmdir voru fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á Þjóðhátíðardaginn, 17. júní.  

Ólöf Margrét á Bessastöðum við móttöku Fálkaorðunnar þann 17. júní sl.