Fyrstu helgina í júlí ár hvert, stendur Vestmannaeyjabær fyrir myndarlegri Goslokahátíð, til minningar um lok eldgossins sumarið 1973. Um er að ræða fjögurra daga hátíð fulla af viðburðum. Sem dæmi má nefna tónleika, lista- og hönnunarsýningar, fyrirlestra, barna- og fjölskylduhátíð í samstarfi við Landsbankann og Ísfélagið, leiksýningar, skipulagðar göngur, golfmót og ýmist frumkvæði fyrirtækja og einstaklinga í Vestmannaeyjum. Þúsundir gesta leggja leið sína til Vestmannaeyja til þess að taka þátt í hátíðinni og fjölgar gestum með hverju árinu sem líður. Þetta er önnur tveggja stærstu hátíða sem haldnar eru i Vestmannaeyjum árlega.

Núna verður þess minnst að 49 ár eru frá lokum gossins og fjölbreytt dagskrá í boði að venju. Hér er dagskráin í heild:

Fimmtudagur 30. júní

10:00-18:00 – Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla.

13:00 – Stakkagerðistún: Airbrush tattoo.

13:00-15:00 – Stakkagerðistún: Hestaferðir í miðbænum. Frjáls framlög. Lagt af stað frá planinu við Akóges.

16:00-18:00 – Heiðarvegur 6: Myndlistarsýning í verslun Grétars Þórarinssonar – Guðjón Týr Sverrisson 11 ára.

16:30 – Einarsstofa: Safnahúsi, opnun sýningar á Landakortum frá hinum ýmsu tímum. Ólafur Hjálmarsson segir sögur kortanna.

17:30 – Eldheimar: Opnun sýningar úr ljósmyndasafni Kristins Benediktssonar frá Heimaeyjargosinu 1973.

19:30 – Akóges: Opnun myndlistarsýningarinnar Vængir morgunroðans – Viðar Breiðfjörð.

20:00 – Eyjabíó: Sérstök goslokastemming (sjoppa og bar).  Hægt er að tryggja sér miða á www.eyjabio.is – Miðaverð 1.973 kr.

20:00 – Safnaðarheimili Landakirkju: Opnun myndlistarsýningarinnar Litróf lífs og náttúru – Bjartey Gylfadóttir.

20:30 – Eldheimar: Tónleikar – Suður-Evrópa og íslensk dægurlög. Þórarinn Ólason, Guðrún Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Helga­dóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Eggert Jóhannsson, Kristinn Jónsson, Hannes Friðbjarnarson, Guðný Charlotta Harðar­dóttir og Magnús R. Einarsson. Aðgangseyrir kr. 4.900 kr.

21:00-23:00 – The Brothers Brewery: Bjórbingó – 18 ára aldurstakmark.

 

Föstudagur 1. júlí

08:00 – Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano open.

10:00-17:00 – Einarsstofa: Kortasýning.

10:00-18:00 – Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla.

11:00-18:00 – Eldheimar: Ljósmyndasýning á verkum Kristins Benediktssonar.

11:00-18:00 – Heiðarvegur 6: Myndlistarsýning í verslun Grétars Þórarinssonar – Guðjón Týr Sverrisson 11 ára.

13:00-15:00 – Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð: Opið hús. Handverk og kerti til sölu.

13:00-15:00 – Stakkagerðistún: Hestaferðir í miðbænum. Lagt af stað frá planinu við Akóges. Frjáls framlög.

13:00-15:00  – Kristey.is með opinn sölubás á Bárugötu.

14:00  – Stakkagerðistún: Airbrush tattoo.

14:00-18:00 – Strandvegur 50: Myndlistarsýning og opnar vinnu­stofur hjá Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.

14:00-18:00 – Stakkagerðistún: Myndlistarsýning – 20 félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja sýna útilistaverk.

14:00-18:00 – Akóges: Myndlistarsýning – Vængir morgunroðans – Viðar Breiðfjörð.

14:00-18:00 – Safnaðarheimili Landakirkju: Myndlistarsýning – Litróf lífs og náttúru – Bjartey Gylfadóttir.

15:00 – Tónlistarskólinn: Opnun myndlistarsýningarinnar Tabú –  Aldís Gló Gunnarsdóttir. 18 ára aldurstakmark.

15:30 – Stakkagerðistún: Barnaskemmtun í boði Ísfélags Vestmanna­eyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlla­dúllunnar, Latibær og BMX brós.

15:30 – Hótel Vestmannaeyjar: Opnun myndlistarsýningarinnar Vængjaþytur vonar – Erna Ingólfsdóttir Welding.

17:00 – Cracious kró: Opnun myndlistarsýningarinnar Landslög – Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir.

18:00 – Strandvegur 69: Opnun sýningar Ómars Smára Vídó í höfuð­stöðvum GELP Diving. Teikningar og myndverk til sýnis og sölu. Allur ágóði rennur í námssjóð Ómars Smára.

20:00 – Höllin: Tónleikar – Bjartmar og Bergrisarnir.

Forsala á www.tix.is/hollin

22:00-01:30 – Prófasturinn: Tónleikar – Galdrakarlinn, Molda, Foreign Monkeys og Sveitta nostalgíubandið. Frítt inn!

23:00-02:00 – Höllin: Kátt í Höllinni ehf. býður öllum frítt á ball. Gullöldin leikur fyrir dansi.

 

Laugardagur 2. júlí

07:00 – Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano open.

10:00-16:00 – Eymundsson: Sunna spáir í spil og bolla.

10:00-16:00 – Heiðarvegur 6: Myndlistasýning í verslun Grétars Þórarinssonar – Guðjón Týr Sverrisson 11 ára.

10:00-17:00 – Einarsstofa: Kortasýning.

11:00 – Ferð á Heimaklett: með „bræðrunum“ Pétri Steingríms og Svabba Steingríms. Nú fer hver að verða síðastur, segir Svabbi!

11:00 – Nausthamarsbryggja: Dorgveiðikeppni SJÓVE.

12:00 – Sundlaug Vestmannaeyja: Sundlaugarpartý með Emmsjé Gauta.

11:00-18:00 – Eldheimar: Ljósmyndasýning á verkum Kristins Benediktssonar.

13:00 – Stakkagerðistún: Airbrush tattoo.

13:00-15:00 – Stakkagerðistún: Hestaferðir í miðbænum. Lagt af stað frá planinu við Akóges. Frjáls framlög.

13:00-15:00 – Slökkvistöð Vestmannaeyja: Opið hús.

13:00-15:00 – Strandvegur 26: Opið hús í Kjarnanum, þjónustukjarna.

13:00-16:00 – Strandvegur 69: Ómar Smári Sigurgeirsson Vídó sýnir teikningar og myndverk í höfuðstöðvum GELP Diving.

13:00-17:00 – Kristey.is með opinn sölubás á Bárugötu.

13:00-18:00 – Safnaðarheimili Landakirkju: Myndlistarsýning – Litróf lífs og náttúru – Bjartey Gylfadóttir.

13:30-15:30 – Bárugata: Landsbankadagurinn: Grillaðar pylsur, hoppukastalar, þrautabraut, tónlist og fjör í boði Landsbankans.

14:00 – Sagnheimar: Bókarkynning á Bryggjunni í Sagnheimum. Ásmundur Friðriksson kynnir og áritar bók sína Strand í gini gígsins. Tónlist, upplestur og kruðerí.

14:00-17:00 – Cracious kró: Myndlistarsýning – Landslög – Lóa Hrund Sigurbjörns­dóttir.

14:00-17:00 – Helga og Arnór – Vestmannabraut 69: Litla listahátíðin Í GARÐINUM HEIMA. Myndir, músík og mósaík. Myndlista­fólkið Arnór Hermannsson, Helga Jónsdóttir, Bergljót Blöndal og Sigrún Þorsteinsdóttir. Tónlistar­mennirnir Helgi Hermannsson og Magnús R. Einarsson.

14:00-18:00 – Strandvegur 50: Myndlistarsýning og opnar vinnustofur hjá Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.

14:00-18:00 – Stakkagerðistún: Myndlistarsýning – 20 félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja sýna útilistaverk.

14:00-18:00 – Akóges: Myndlistarsýning – Vængir morgunroðans – Viðar Breiðfjörð

15:00-19:00 – Tónlistarskólinn: Myndlistarsýning – Tabú – Aldís Gló Gunnarsdóttir. 18 ára aldurstakmark.

15:15 – Bárugatan: Emmsjé Gauti.

15:30 – Hótel Vestmannaeyjar: Myndlistarsýning – Vængjaþytur vonar – Erna Ingólfsdóttir Welding.

16:00 – Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik. mfl. kk. Allir á völlinn!

17:00 –  Eldheimar: Tónleikar – Guðný Charlotta og Vera Hjördís. Aðgangseyrir 1.500 kr.

23:00-03:00 – Fjör á Skipasandi: Hljómsveitirnar Merkúr og Allt í einu leika fyrir dansi.

 

Sunnudagur 3. júlí

10:00-17:00 – Einarsstofa: Kortasýning.

11:00 – Landakirkja: Göngumessa, boðið upp á súpu og brauð við Stafkirkjuna.

12:00 – Stakkagerðistún: Sápubolti Eyverja.

11:00-18:00 – Eldheimar: Ljósmyndasýning á verkum Kristins Benedikts­sonar.

13:00-15:00 – Stakkagerðistún: Hestaferðir í miðbænum. Lagt af stað frá planinu við Akóges. Frjáls framlög.

13:00-15:00 – Slökkvistöð Vestmannaeyja: Opið hús.

13:00-16:00 – Kristey.is með opinn sölubás á Bárugötu.

13:00-18:00 – Safnaðarheimili Landakirkju: Myndlistarsýning – Litróf lífs og náttúru – Bjartey Gylfadóttir.

14:00-16:00 – Eyjabíó: Bíósýning fyrir börn í boði Íslandsbanka.

14:00-17:00 – Cracious kró: Myndlistarsýning – Landslög – Lóa Hrund Sigurbjörns­dóttir.

14:00-18:00 – Akóges: Myndlistarsýning – Vængir morgunroðans – Viðar Breiðfjörð.

14:00-18:00 – Strandvegur 50: Myndlistarsýning og opnar vinnustofur hjá Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.

15:30 – Hótel Vestmannaeyjar: Myndlistarsýning – Vængjaþytur vonar – Erna Ingólfsdóttir Welding.

17:00 – Eyjabíó: Bíósýning fyrir börn í boði Íslandsbanka.

17:00 – Eldheimar: Tónleikar – Íslensku þjóðlögin á framandi slóðum. Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar ásamt stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Aðgangseyrir 3.900 kr.