Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar afsagnar stjórnar handknattleisráðs:

Líkt og yfirlýsing fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV sýnir ríkir ósætti hjá handknattleikráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Aðalstjórn hefur unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og mun á aðalfundi sem fram fer í kvöld, 29.6.2022, leggja fram tillögu til fundarins um skipun nefndar til úrlausnar þess ágreinings sem er til staðar.

Aðalstjórn hefur í góðri trú unnið með og rætt við deildir ÍBV íþróttafélags um þessi mál og harmar því þessa yfirlýsingu handknattleiksráðs. Aðalstjórn hvetur félagsmenn ÍBV íþróttafélags að mæta á aðalfund í kvöld sem fram fer í Týsheimilinu kl.: 20:00. Þá harmar aðalstjórn einnig að þessi mál hafi ratað í fjölmiðla og lýsir yfir eindregnum vilja til að leysa málin innan félagsins.

Virðingarfyllst

Aðalstjórn ÍBV