Fimmtudagsakvöldið klukkan 21.00 verða í Eldheimum, tónleikarnir, Suður-Evrópa og íslensk dægurlög. Eins og nafnið bendir til verða fflutt lög frá löndum við Miðjarðarhafið sem fengu nýtt líf á Íslandi með íslenskum textum í flutningi okkar ágætasta tónlistarfólks.

 Í þessa námu ætlar valið tónlistarfólk að sækja og fara með gestum einhverja áratugi aftur í tímann. Þau eru  Þórarinn Ólason, Guðrún Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Eggert Jóhannsson, Kristinn Jónsson, Hannes Friðbjarnarson, Guðný Charlotta Harðardóttir og Magnús R. Einarsson.

Svanhildur Jakobsdóttir er ein fjölmargra listamanna sem troðið hafa upp í Eldheimum.