Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil.

„Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt stjórnmálum. Sjálf var ég ung farin að hafa áhuga á stjórnumálum, fylgjast með og taka þátt. Hef alltaf haft áhuga á fréttum og fréttatengdu efni og var ung farin að horfa á hvern einasta fréttatíma,“ segir Íris og rifjar upp forsetakosningarnar 1980 þegar Vígdís Finnbogadóttir sló körlunum við og varð fyrst kvenna forseti Íslands. 

Albert Guðmundsson var þeirra maður og Íris mjög svekkt að Albert skyldi ekki vinna. Leysti það með því að efna til forsetakosninga í garðinum við Vestmannabraut 25, í kofa á bakgarðinum. „Albert var forseti barnanna og var hlaupið um allan miðbæinn að fagna því,“ segir Íris sem í dag gleðst mjög yfir sigri Vigdísar fyrir 42 árum. 

Viðtalið í heild sinni má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kom út 22. júní.