Á vef Rúv.is í dag kemur fram að lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum verði lengt um viku og verður því í ár tvær vikur í stað einnar áður.

Þetta segir Erpur Snær Hansen í viðtali við Rúv.is og segir að stofninn hafi verið að braggast og því hafi verið lagt til að tímabilið yrði lengt og hvatt til hóflegra veiða. Eðli lundastofnsins sé að vera sveiflukenndur, stofninn eigi sér enga fasta stærð í sögunni.

„Við höfum séð það síðustu 140 ár að það er engin föst stofnstærð. Hún fer upp og niður eftir sjávarhita. Það er alltaf erfitt að mæla með meiri veiðum þegar stofninn er í lægð, en það sem ég lagði til var að menn stunduðu hóflegar veiðar. Að menn væru ekki í atvinnuveiðum, væru ekki að veiða mjög mikið til að selja,“ segir Erpur Snær Hansen.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

Lundaveiðitímabiliði er frá 1.- 15. ágúst. Nánar á Ruv.is