Í dag, fimmtudag kl. 17.30  verður í  Eldheimum sýning á verkum Kristins Benediktssonar ljósmyndara sem tók margar myndir í Vestmannaeyjum í Heimaeyjargosinu 1973. Myndirnar sem sýndar verða varpa ljósi á ástandið í Eyjum þessa örlaga mánuði og á björgunaraðgerðir.

Kristinn vann við ljósmyndun og blaðamennsku frá árunum 1966 til 2012. Hann hóf nám hjá Þóri Óskarssyni ljósmyndara í Reykjavík á árunum 1966 til 1970. Samhliða náminu starfaði hann hjá Morgunblaðinu undir handleiðslu Ólafs K. Magnússonar. Eftir nám hér heima var Kristinn fastráðinn ljósmyndari Morgunblaðsins til 1975 er hann fór til frekari náms í faginu í Bandaríkjunum.