Á laugardaginn  kl. 14.00 á Bryggjunni í Sagnheimum kynnir Ásmundur Friðriksson  og áritar bók sína Strand í gini gígsins. Les hann aupp úr bókinni og býður upp á tónlist. 

„Að mínum hætti verður stemning og gleði í Safnahúsinu. Ég mun heiðra þá Eyjamenn sem enn eru á lífi og fóru fræga svaðilför í Surtsey laugardaginn 14. desember 1963 og áhöfn af Ágústu Ve sem strönduðu í gini gígsins í Syrtlingi á Jónsmessunótt 24. júní 1865.  

Þá verða sagðar sögur af svaðilförum, gleðisögur og tónlist að ógleymdum kaffiveitingar. 

Það verður stemning og fjör og þið eruð öll hjartanlega velkomin,“ segir Ási og býður alla velkomna.