Eftir glæsilega byrjun í gær heldur dagskrá Goslokahátíð og eru ekki færri en 20 viðburðir í boði í dag. Eitthvað er í boði fyrir alla og fyrir unga fólkið má benda á að klukkan 15:30 er barnaskemmtun á Stakkagerðistúni í boði Ísfélags Vestmanna­eyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlla­dúllunnar, Latibær og BMX brós.

 

Föstudagur 1. júlí

08:00 – Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano open.

10:00-17:00 – Einarsstofa: Kortasýning.

10:00-18:00 – Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla.

11:00-18:00 – Eldheimar: Ljósmyndasýning á verkum Kristins Benediktssonar.

11:00-18:00 – Heiðarvegur 6: Myndlistarsýning í verslun Grétars Þórarinssonar – Guðjón Týr Sverrisson 11 ára.

13:00-15:00 – Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð: Opið hús. Handverk og kerti til sölu.

13:00-15:00 – Stakkagerðistún: Hestaferðir í miðbænum. Lagt af stað frá planinu við Akóges. Frjáls framlög.

13:00-15:00  – Kristey.is með opinn sölubás á Bárugötu.

14:00  – Stakkagerðistún: Airbrush tattoo.

14:00-18:00 – Strandvegur 50: Myndlistarsýning og opnar vinnu­stofur hjá Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.

14:00-18:00 – Stakkagerðistún: Myndlistarsýning – 20 félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja sýna útilistaverk.

14:00-18:00 – Akóges: Myndlistarsýning – Vængir morgunroðans – Viðar Breiðfjörð.

14:00-18:00 – Safnaðarheimili Landakirkju: Myndlistarsýning – Litróf lífs og náttúru – Bjartey Gylfadóttir.

15:00 – Tónlistarskólinn: Opnun myndlistarsýningarinnar Tabú –  Aldís Gló Gunnarsdóttir. 18 ára aldurstakmark.

15:30 – Stakkagerðistún: Barnaskemmtun í boði Ísfélags Vestmanna­eyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlla­dúllunnar, Latibær og BMX brós.

15:30 – Hótel Vestmannaeyjar: Opnun myndlistarsýningarinnar Vængjaþytur vonar – Erna Ingólfsdóttir Welding.

17:00 – Cracious kró: Opnun myndlistarsýningarinnar Landslög – Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir.

18:00 – Strandvegur 69: Opnun sýningar Ómars Smára Vídó í höfuð­stöðvum GELP Diving. Teikningar og myndverk til sýnis og sölu. Allur ágóði rennur í námssjóð Ómars Smára.

20:00 – Höllin: Tónleikar – Bjartmar og Bergrisarnir.

Forsala á www.tix.is/hollin

22:00-01:30 – Prófasturinn: Tónleikar – Galdrakarlinn, Molda, Foreign Monkeys og Sveitta nostalgíubandið. Frítt inn!

23:00-02:00 – Höllin: Kátt í Höllinni ehf. býður öllum frítt á ball. Gullöldin leikur fyrir dansi.