Lista og menningarfélag Vestmannaeyja sem valið var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 mun halda tvær sýningar um goslokahelgina. Önnur sýningin verður í Hvíta húsinu við Strandveg 50, sýningin ber yfirskriftina Í allar áttir, en hin sýningin verður útilistasýning á austanverðu Stakkagerðistúni beint á móti Akóges og ber hún yfirskriftina Listamannsins draumur. Þar munu 20 félagar sýna verk sín. 

Hugmyndina af útilistasýningunni fengum við frá Gróskufélögum sem sýna alltaf í Garðabæ um Jónsmessuna. Nokkrir félagsmanna okkar hafa tekið þátt undanfarin ár í þessum sýningum þeirra, í ár taka 5 félagsmenn þátt hjá þeim.  Höfum við í stjórninni gengið með þennan draum í maganum í nokkurn tíma og gaman að geta látið hann rætast. 

Sýningarnar opna báðar, föstudaginn 1. Júlí 2022 klukkan 14:00.  Sýningin Listamannsins draumur verður opin föstudag og laugardag frá 14:00 til 18:00 báða dagana ef veður leyfir. Sýningin Í allar áttir verður opin föstudag til sunnudags frá klukkan 14:00 til 18:00. 

Myndin er af verkinu Von sem er eitt af 20 verkum sem við sýnum á Listamannsins draumi.