Myndlistarsýning Lóu Hrundar Sigurbjörnsdóttur opnaði í dag í Cracious kró, opnaði í dag og er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17.

Lóa er lærður myndlistarkennari og listmeðferðarfræðingur. Hugarástand hefur alltaf áhrif á vinnuna og er ferlið oftast mikilvægara heldur en útkoman.

Á sýningunni sem heitir Landslög eru akrýlverk frá 2021-2022. Unnið er abstrakt með landslagið í víðri merkeginu þar sem náttúrulegt og manngert landslag sem og landslag hugans tvinnast saman. Vinna með mismunandi lög landslagsins og pælingar varðandi hvernig við sjáum eða horfum á hlutina eftir líðan okkar í það skipti.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs