Laugardaginn annan júlí á Goslokahátíð  frá klukkan 14:00 til 17:00 verða listahjónin Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir með listahátíð Í garðinum heima í Hjarðarholti að Vestmannabraut 69.  

Þau sýna myndlistarverk og með þeim eru Bergljót Blöndal og Sigrún Þorsteinsdóttir. Verða þau með sýningu á verkum sínum í tjaldinu.   En tónlistarmennirnir  Helgi Hermannsson og Magnús R Einarsson verða á pallinum.     

Þetta er í fjórða sinn sem þessi litla listahátíð er haldin í garðinum í Hjarðarholti,  hún stendur yfir í þrjár klukkustundir þennan eina dag.  Allir að sjálfsögðu velkomin.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs