Margt er í boði á listasviðinu á Goslokahátíð í ár eins og undanfarnar hátíðir. Ein af þeim athyglisverðari er sýning Ómars Smára Vídó að Strandvegi 69, höfuðstöðvum GELP Diving. Er gengið inn frá Strandvegi.

„Á sýningunni sýni ég allskyns verk sem ég hef verið að gera,“ segir Ómar Smári sem á að baki ótrúlegan og fjölbreyttan feril þó hann sé aðeins tvítugur. „Á sýningunni má sjá myndbönd, teiknimyndargerð, tónlist, plaköt, búninga, brúður og fleira,“ bætir hann við.

„Á staðnum mun ég svo selja plaköt og fer allur peningurinn í að borga nám mitt við Vancouver Film School þar sem ég  byrja í haust. Rándýr en frábær skóli. Þar læri ég teiknimyndagerð og draumurinn er að gera mína eigin teiknimyndaþætti í framtíðinni,“ sagði Ómar sem opnar sýninguna sína klukkan 18.00 í dag, föstudag.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs