Íslenski makrílflotinn er  að veiðum í Smugunni, mjög djúpt undan Austurlandi. Nú eru fimm Eyjakip á miðunum, Heimaey VE, Sigurður VE og Álsey VE sem eru í eigu Ísfélagsins. Skip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE og Kap VE eru á miðunum en Huginn VE er á landleið með 1000 tonn og Ísleifur VE er á leið á miðin eftir að hafa landað 700 tonn.

Sigling fram og til baka er mjög löng og því sameinast skip hverrar útgerðar að fylla eitt skip og svo koll af kolli.