Gaf mömmu mark í afmælisgjöf

Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett […]

Símamótið: Nýtt Íslandsmet í fótboltavakinni

Fótboltamótin eru mörg á hverju sumri og mörg yfir iðkendatímabilið, foreldrum til mismikillar ánægju. Það verður því að teljast til tíðinda þegar heyrist af foreldri sem hefur fylgt börnum sínum á sama fótboltamótið í 18 ár samfleytt. Símamótið kláraðist í gær, en það fór fram um helgina í Kópavogi. Breiðablik heldur mótið, sem er stærsti […]

Rauðátuverkefnið fékk 9,8 milljóna styrk úr Lóusjóðnum

Setrid

„Þetta er mikil viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í rannsóknum á rauðátu og möguleikum á vinna úr henni verðmætar afurðir. Verkefni sem vekur ekki bara athygli hér á landi, vísindamenn víða um heim beina nú sjónum sínum að Vestmannaeyjum,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann fékk þær fréttir rétt […]

Hagstofustjóri gefur Vestmannaeyjabæ kort

„Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau  elstu eru frá 1570 ná til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í sögu kortagerðar á Íslandi og er gaman að sjá hvernig menn sáu fyrir sér lögun landsins. Sérstaklega í upphafi þegar kortin eru byggð á sögusögnum, ævintýrum og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.