Í fyrsta sinn á Þjóðhátíð – 16 dagar

Herbert Guðmundsson er einn þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem mun koma fram á Stóra sviðinu í Dalnum um Þjóðhátíð. Hann verður þar í góðum félagsskap, enda er engu til sparað í vali á listamönnum þetta árið eftir allt of langt hlé. Herbert sem á langan tónlistarferil að baki er að koma í fyrsta sinn á Þjóðhátíð […]
Andlát: Lilja Sigríður Jensdóttir

Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Lilja Sigríður Jensdóttir Hraunbúðum, Vestmannaeyjum Andaðist þann 10. júlí sl. Jarðsett verður frá Landarkirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. júlí kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða. Guðrún Erla Guðlaugsdóttir – Ingólfur Geirdal Rúnar Helgi Bogason Helga Guðlaugsdóttir – Pétur Laxdal Sigurðsson Svanhildur Guðlaugsdóttir […]
Lagning ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyja

Undanfarna daga hafa undarleg tæki sést að störfum í Dverghamrinum þegar tvær götufræsivélar hófu að fræsa raufar í malbikið fyrir ljósleiðaralögn. Hér eru á ferð starfsmenn Línuborunar sem eru að byrja að leggja blástursrör fyrir nýtt fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar, Eygló ehf. Eygló ehf. mun halda utan um lagningu ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyjabæjar. Félagið er […]
Ráðhúsið opið viðskiptavinum

Stjórnsýslu- og fjármálasvið (bæjarskrifstofan) hefur komið sér fyrir og hafið starfsemi í Ráðhúsinu. Frágangur á 2. og 3. hæð er langt kominn, en eftir er að mála húsið að utan og ljúka framkvæmdum á 1. hæð hússins, þar sem umhverfis- og framkvæmdasvið (tæknideildin) verður staðsett. Búið er að koma fyrir rampi að öðrum af tveimur […]