Í fyrstu viku júlí keppti U16 ára landslið kvenna í handbolta á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg. Í landsliðinu eru tvær Eyjastelpur sem spila báðar með ÍBV, þær Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Herdís Eiríksdóttir. Auk þeirra var Eva Gísladóttir í liðinu, hún spilar með FH en á ættir að rekja til Vestmannaeyja.
Stelpurnar stóðu sig frábærlega og enduðu í 13. sæti mótsins og frábær reynsla komin í reynslubankann hjá þessum ungu og efnilegu handboltakonum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV.
Nánar verður rætt við allar þessar ungu og efnilegu stúlkur í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út þann 22. júlí n.k.
Alexandra og Herdís á milli leikja í Gautaborg.