Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta kemur út eftir næstu helgi og er stútfullt af efni sem tengist þjóðhátíð fyrr og nú. Spjallað er við lögreglustjóra og framkvæmdastjóra ÍBV sem ásamt stórum hópi fólks vinnur hörðum höndum við undirbúning hátíðarinnar sem nú er að verða að veruleika eftir þriggja ára hlé.

Búningum á þjóðhátíð og búningakeppninni eru gerð skil, Hemmi Hreiðars rifjar upp afrek Vallógengisins, tónlistarfólkið Þura Stína, Hebert Guðmunds og Klara, höfundur þjóðhátíðarlagsins og Kvennakórinn fá sinn sess í blaðinu.

Við fáum að kynnast fjölskyldunni sem í áratugi hefur mættr með hjólhýsið sem er einn af föstu punktunum í Dalnum. Líka fjölskyldu Guðmundar Þ.B. og Þuru Stínu sem lumaði á nokkrum ástarsögum tengdum þjóðhátíð.